Sumarið virðist vera komið ef marka má veðurspá fyrir landið næstu daga, þá sérstaklega á Norður-og Austurlandi. En spáð er allt að 20 stiga hita á landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Veðurspá fyrir næsta sólarhring:
Suðaustan 13-23 m/s, hvassast SV-til með snörpum vindhviðum við fjöll. Lægir heldur síðdegis. Víða rigning eða súld, en skýjað með köflum NA-til og stöku skúrir. Úrkomuminna í kvöld. Hiti 6 til 17 stig í dag, hlýjast N-lands. Suðaustan 8-13 og skýjað við S- og V-ströndina framan af morgundegi, en annars hægari sunnanátt og víða léttskýjað. Hlýnar á morgun og hiti að 20 stigum NA-til.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 m/s og skýjað S- og V-lands, en lægir og léttir heldur til síðdegis. Hiti 10 til 16 stig. Hæg suðlæg átt og léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti að 20 stigum á þeim slóðum.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hægir vindar, víða léttskýjað og hiti 13 til 20 stig, hlýjast inn til landsins, en sums staðar mun svalara í þokulofti við sjávarsíðuna.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt og skýjað við V-ströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Áfram fremur hlýtt, einkum fyrir austan.
Á mánudag:
Snýst líklega í norðanátt og kólnar ört fyrir norðan, súld eða jafn vel slydda þar, en léttskýjað og milt syðra.
UMMÆLI