Gæludýr.is

Akureyringum er boðin aðstaða á Punktinum án endurgjalds til að sauma fjölnota poka

Ekki vera plastpoki!

Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar horft er til umhverfismála en það má alltaf gera betur. Nú hefur starfsfólk Punktsins, handverksmiðstöðvar í Rósenborg, ákveðið að leggja sitt af mörkum til að efla umhverfisvitund og minnka notkun plastpoka.

Akureyringum er boðið að nota aðstöðuna í Punktinum án endurgjalds til að sauma fjölnota poka sem nota má undir ávexti og grænmeti í matvöruverslunum í stað þunnu plastpokanna sem flestir neyðast til að nota. Fjölnota pokarnir eru saumaðir úr léttu gardínuefni sem hentar mjög vel til að bera í ávexti og grænmeti aftur og aftur. Allt án endurgjalds.

Nánari upplýsingar um opnunartíma Punktsins og fleira.

Sambíó

UMMÆLI