Lið Síðuskóla kom, sá og sigraði í Skólahreysti sem fram fór í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag.
Þau Embla Dögg Sævarsdóttir og Raguel Pino Alexandersson voru fulltrúar Síðuskóla í hraðabrautinni þar sem þau gerðu sér lítið fyrir og bættu sjö ára gamalt Íslandsmet um tvær sekúndur.
Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefur nú myndband af Íslandsmetinu verið sett inn á heimasíðu RÚV. Smelltu hér til að sjá myndbandið.
Sjá einnig
UMMÆLI