NTC

Golfvöllurinn að Jaðri opnar 1.maí

Jaðar

Óhætt er að segja að veturinn hafi ekki verið snjóþungur ef miðað er við undanfarna vetur á Akureyri. Þessu fagna kylfingar og verður golfvöllurinn að Jaðri opnaður fyrir almenning þann 2.maí næstkomandi.

Þeir sem eru tilbúnir að mæta og hjálpa til við ýmisleg verkefni daginn áður, mánudaginn 1.maí, frá 10-14 fá að launum að spila 10 holur og má því segja að völlurinn opni 1.maí.

Í frétt á síðu Golfklúbbs Akureyrar segir að um gríðarlegt ánægjuefni sé að ræða en þann 1.maí verða ekki nema 134 dagar síðan síðasta golfmót var haldið, eða rétt rúmlega fjórir mánuðir. Hafa kylfingar oftar en ekki þurft að bíða töluvert lengur yfir vetrartímann og stundum töluvert fram í maí.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó