Markvörðurinn reyndi, Sandor Matus, hefur tekið skóna af hillunni á nýjan leik en hann mun leika með Dalvík/Reyni í 3. deildinni í knattspyrnu í sumar.
Sandor ættu allir áhugamenn um fótbolta að þekkja en hann hefur leikið hér á landi frá árinu 2004, fyrst með KA í áratug en svo með Þór á árunum 2014-2016.
Sandor lagði skóna á hilluna eftir síðasta sumar og fór þá inn í þjálfarateymi Þórs. Hann mun áfram sinna því starfi.
UMMÆLI