NTC

KA/Þór skrefi nær sæti í efstu deild

Katrín Vilhjálmsdóttir öflug í kvöld

KA/Þór er komið í úrslitaleik umspils um sæti í efstu deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð eftir þriggja marka sigur á FH í KA-heimilinu í kvöld.

Reynsluboltarnir Martha Hermannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir voru atkvæðamestar í liði KA/Þórs í kvöld. Martha skoraði 9 mörk og Katrín bætti við 5.

Lokatölur urðu 24-21 fyrir KA/Þór sem halda áfram að vera óstöðvandi á heimavelli en þær vinna einvígið því 2-1 og mæta Selfossi í úrslitaeinvíginu. Selfoss hafnaði í næstneðsta sæti efstu deildar í vetur og vann HK 2-0 í hinu undanúrslitaeinvíginu.

Fyrsti leikur úrslitaeinvígsins fer fram á Selfossi næstkomandi sunnudag. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í efstu deild.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó