NTC

Pepsi spá Kaffið.is – Þór/KA á kunnuglegum slóðum

Hafnar Þór/KA í 4.sæti þriðja árið í röð?

Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar Þór/KA fær Valskonur í heimsókn í Bogann klukkan 17:45.

Af þessu tilefni settum við á laggirnar dómnefnd til að rýna í deildina og spá fyrir um hvernig Pepsi-deild kvenna mun enda næsta haust. Ef marka má spánna verða gestir Þórs/KA í dag, Valur, Íslandsmeistari og Þór/KA mun enda í fjórða sæti deildarinnar, þriðja árið í röð.

Samkvæmt spámönnunum munu Fylkir og nýliðar Hauka kveðja deildina en afar mjótt var á munum hjá þrem neðstu liðunum.

Spá Kaffið.is

1.Valur
2.Stjarnan
3.Breiðablik
4.Þór/KA
5.ÍBV
6.KR
7.Grindavík
8.FH
9.Fylkir
10.Haukar

Dómnefnd Kaffisins skipa

Árni Víðir Jóhannesson (Sparkspekingur)
Eva Björk Benediktsdóttir (Fjölmiðlakona)
Hlynur Birgisson (Fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu)
Karen Nóadóttir (Knattspyrnuþjálfari)
Viðar Skjóldal (Enski boltinn á Snapchat)

Sjá einnig

Þór/KA hefur leik í Pepsi-deildinni – Allt sem þú þarft að vita

 

Sambíó

UMMÆLI