Þór/KA hefur leik í Pepsi-deild kvenna á morgun þegar liðið fær Val í heimsókn í Bogann. Þór/KA lauk keppni í 4.sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð. Lið Þórs/KA er nokkuð mikið breytt frá síðustu leiktíð og er stærsta breytingin sú að Jóhann Kristinn Gunnarsson er horfinn á braut ásamt Siguróla Kristjánssyni. Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni, tók við liðinu og honum til halds og trausts er Andri Hjörvar Albertsson.
Cecilia Santiago, Írunn Þorbjörg Aradóttir og Karen Nóadóttir eru ekki lengur í liði Þórs/KA en þær léku allar lykilhlutverk á síðustu leiktíð. Nýir leikmenn Þórs/KA eru Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður sem kom frá ÍBV og Bianca Elissa Sierra, mexíkóskur varnarmaður sem lék síðast með Arna-Bjornar í norsku úrvalsdeildinni.
Sjá einnig – Þór/KA fær markmann til liðs við sig – Tekur kærustuna með sér til Þór/KA – Karen Nóa hættir með Þór/KA
Þór/KA gekk ágætlega í Lengjubikarnum þar sem liðið bar sigurorð af FH og ÍBV í riðlakeppninni auk jafnteflis gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þór/KA tapaði fyrir Breiðablik og Val í riðlinum og féll svo úr keppni með 2-1 tapi gegn Val í undanúrslitum.
Þór/KA hefur endað í 4.sæti Pepsi-deildarinnar síðastliðin tvö ár en það er mögnuð staðreynd að liðið hefur endað í einhverju af efstu fjórum sætunum á hverju einasta tímabili síðan árið 2008 og er eina lið landsins sem getur státað af álíka stöðugleika í kvennaboltanum. Flestir gárungar spá liðinu 4.sæti í sumar og það gerðu þjálfarar, fyrirliðar og formenn félaganna sem eru í Pepsi-deildinni í ár líka. Kaffið hefur fengið valinkunna einstaklinga til að spá í Pepsi-deildina í sumar og verður sú spá birt síðar í kvöld.
Andstæðingur Þórs/KA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar er einmitt lið Vals sem er af flestum talið líklegast til að hreppa Íslandsmeistaratitilinn í sumar enda Hlíðarendakonur með firnasterkt lið og fjölmargar landsliðskonur. Tveir Akureyringar eru í hópi Valskvenna en það eru þær Laufey Björnsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Hefst leikurinn klukkan 17:45 en leikið verður í Boganum þar sem Þórsvöllur er ekki klár í slaginn.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik (3-4-3)
Leikmannahópur Þórs/KA
Markmenn
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Harpa Jóhannsdóttir
Sara Mjöll Jóhanssdóttir
Varnarmenn
Ágústa Kristinsdóttir
Bianca Elissa Sierra
Lillý Rut Hlynsdóttir
Lára Einarsdóttir
Rut Matthíasdóttir
Sara Skaptadóttir
Silvía Rán Sigurðardóttir
Æsa Skúladóttir
Miðjumenn
Agnes Birta Stefánsdóttir
Andrea Mist Pálsdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Karen María Sigurgeirsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Ragnhildur Inga Aðalbjargardóttir
Natalia Gomez
Zaneta Wyne
Hulda Björg Hannesdóttir
Hulda Karen Ingvarsdóttir
Sóknarmenn
Sandra Stephany Mayor
Sandra María Jessen
Margrét Árnadóttir
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
Katla Ósk Rakelardóttir
Hulda Ósk Jónsdóttir
Sjá einnig
UMMÆLI