Tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir vinnur nú að sinni annarri plötu undir listamannsnafninu Kjass, Fyrsta plata Kjass, Rætur, sem kom út árið 2018 var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki djass- og blústónlistar. Nú er skrefið stigið í áttina að popp- og rokktónlist og mun platan koma út síðar á árinu 2021.
Á fimmtudagskvöldið kemur hljómsveitin saman og flytur lög af nýju plötunni ásamt nokkrum eldri lögum. Hljómsveitina skipa auk Fanneyjar gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari, Rodrigo Lopes trommuleikari og Stefán Gunnarsson á bassa. Sérstakur gestur á tónleikunum er sellóleikarinn Ásdís Arnardóttir, bæjarlistamaður Akureyrar.
Forsalan er hafin á grænihatturinn.is.
UMMÆLI