Í morgun undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Magni Ásgeirsson tónlistarmaður nýjan fimm ára samning Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar. Markmið samningsins er að veita ungu fólki í bænum möguleika á að afla sér tónlistarfræðslu og bjóða upp á aukið úrval á því sviði.
Nám í Tónræktinni hentar bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir. Kennsla fer fram í litlum hópum sem raðað er í eftir aldri og getu. Einnig er hægt að sækja um einkakennslu. Nemendur læra hvort heldur sem er að spila eftir nótum eða eyranu. Tónfræði er fléttað inn í námið í tengslum við það sem verið er að fást við hverju sinni en er ekki kennd sem sér námsgrein.
„Námið er góð viðbót við fjölbreytt tónlistarnám í bænum og eflir Akureyri sem menningarbæ,“ sagði Eiríkur Björn við þetta tækifæri í samtali við Akureyri.is
UMMÆLI