Stjórnendur Íslandshótela munu endurskoða áform um uppbyggingu hótela í Reykjavík og á landsbyggðinni ef virðisaukaskattur hækkar. Kostnaður við umrædd verkefni hleypur á milljörðum króna. Meðal þeirra eru áform um stækkun Grand hótels og nýtt hótel á lóð Sjallans á Akureyri. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Ólafur Torfason, stofnandi Íslandshótela, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu í 24% ógni rekstri margra hótela á Íslandi. Hann segir mikla óvissu ríkja í greininni, sérstaklega úti á landi.
UMMÆLI