NTC

Fólksflótti frá Akureyri vegna leikskólavanda?

Leikskólinn Pálmholt

Í Fréttablaðinu  í dag er fjallað ítarlega um leikskólamál og þann vanda sem blasir við í þeim málum á Akureyri í haust. Árgangurinn sem er að fara í leikskóla í bænum er mjög stór og ljóst er að örfá börn komast inn.

Rætt er við  oddvita VG í bæjarstjórn, Sóley Björk Stefánsdóttir en hún segir stöðuna alvarlega og að á bak við tölurnar séu fjölskyldur sem munu að óbreyttu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks tekur í sama streng og segir að bregðast verði við.

Í greininni er jafnframt talað um að fólk í þessari stöðu í bænum íhugi það alvarlega að flytja í nærliggjandi sveitarfélög ef ekki verði brugðist við og börnum tryggt leikskólapláss.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó