Rúta með 17 farþegum fór útaf veginum á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Björgunarsveitin Súlur var kölluð út um klukkan hálf ellefu til að ferja farþegana úr rútunni yfir í aðra en vonskuveður var á heiðinni.
Ármann Hinrik Kolbeinsson var staddur í rútunni sem fór útaf og tók meðfylgjandi myndband. Hann segir í samtali við Kaffið að lítil hætta hafi verið á ferðum og fólk hið rólegasta.
„Við fórum bara útaf og sátum í snjóskafli og því var ekki hægt að opna dyrnar. Við sátum því bara róleg og biðum“, segir Ármann.
UMMÆLI