Framsókn

Uppselt á báða tónleika Víkings Heiðars í Hofi

Uppselt á báða tónleika Víkings Heiðars í Hofi

Uppselt er á báða tónleika Víkings Heiðars í Menningarhúsinu Hofi um helgina. Áhugasömum er bent á að hafa samband við miðasöluna til að komast á biðlista.

Víkingur mun flytja efnisskrá nýju einleiksplötu sinnar sem kom út hjá Deutsche Grammophon á síðasta ári. Á fyrri hluta tónleikanna vefur hann saman hljómborðsverkum Claude Debussy og Jean-Philippe Rameau og flytur að lokum eitt helsta meistaraverk rússneskra tónbókmennta, Myndir á sýningu eftir Modest Músorgskíj, í mikilfenglegri umritun eftir Vladimir Horowitz. 

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Hofs sem fagnar tíu ára afmæli og Listahátíðar í Reykjavík sem fagnar 50 ára afmæli. 

„Athugið að hlé verður á tónleikunum en veitingasalan verður lokuð til að koma í veg fyrir hópamyndun. Farið verður eftir ítrustu sóttvarnarreglum. Munið grímuskyldu, einnig á meðan viðburði stendur,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó