Árásarmaðurinn í Kjarnaskógi fæddur árið 1999

Rannsókn málsins miðar vel

Fimm manns eru grunaðir um aðild að hnífstunguárásinni í Kjarnaskógi á föstudaginn langa. Í tilkynningu frá lögreglu í dag segir að þau þrjú sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær séu enn í haldi og að einn til viðbótar hafi verið handtekinn í gær. Var sá hinn sami látinn laus í dag að lokinni yfirheyrslu. Í dag var svo annar aðili handtekinn sem verður yfirheyrður á morgun.

Lögregla segir rannsókn málsins miða vel og atburðarásin sé að skýrast.

Sjá einnig: Maður stunginn í lærið í Kjarnaskógi

Í frétt Vísis í dag segir að meintur árásarmaður sé nýorðinn 18 ára gamall. Í haldi lögreglu er einnig par, tvítug kona og 27 ára karlmaður.

Þar er einnig vitnað í Guðmund St Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumann, sem segir allt benda til þess að árásin hafi verið skipulögð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó