
Axel Ingi Árnason.
Axel Ingi Árnason, Akureyringur og tónskáld, kom kærasta sínum heldur betur á óvart í gær þegar hann bað hans á balli með Pál Óskari. Þeir Axel Ingi og Jóhann Frímann Rúnarsson eru staddir á Vestfjörðum yfir páskana þar sem Páll Óskar var að spila í gær. Palli kallaði þá upp á svið og rétti síðan Axeli míkrafóninn þar sem hann heldur þá áfram að segja kærasta sínum hug sinn og fer á skeljarnar á sviðinu við ákafan fögnuð áhorfenda. Jóhann játaði við mikinn fögnuð allra viðstaddra.
Hér að neðan má sjá þetta fallega augnablik. Við óskum þeim innilega til hamingju með trúlofunina og framtíðina!