NTC

Langabúr hættir rekstri

Eigendur sælkeraverslunarinnar Langabúrs, sem staðsett er í miðbæ Akureyrar hafa ákveðið að hætta rekstri. Verslunin selur matvörur eins og osta og kjötvörur beint frá býli og smærri framleiðendum. Verslunin verður opin á meðan lagerinn selst upp og reikna þau með því að loka einhvern tímann á næstu þremur mánuðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðna Hannesi Guðmundssyni en hann er eigandi Langabúrs ásamt konu sinni Indu Björk Gunnarsdóttur. Guðni segir ákvörðuna ekki hafa verið auðvelda en erfitt hafi verið að halda rekstrinum gangandi þetta tæpa eina og hálfa ár sem verslunin hefur verið opin.

Verslunin Langabúr

Sambíó

UMMÆLI