Tónlistarmaðurinn Björn L hefur gefið út nýtt myndband við lagið sitt Mothers Day. Björn er lagasmiður og flytjandi og tónlist hans má lýsa sem melódísku popprokki. Auk þess að syngja spilar Björn á hljómborð.
Nokkur lög hans hafa vakið athygli hér á landi og feið töluverða útvarpsspilun. Lag hans Nóttin bíður fór hæst í 4. sæti á Rás 2 á sínum tíma.
Lagið Mothers Day er nýjasta lag Björns en textann samdi hann í kjölfar sögu sem hann heyrði á dögunum. „Ég heyrði söguna sem lagið fjallar um nýlega og fannst hún góð og falleg þó dapurleg væri. Veit reyndar ekki hvort hún er sönn en það breytir ekki góðu innihaldinu. Langaði strax til að semja texta um hana við þetta lag sem ég hef átt til í nokkurn tíma og fannst svona lágstemmd píanóútsetning henta efninu vel,“ segir Björn í samtali við Kaffið.is
Axel Þórhallsson myndaði bróðurpartinn af myndbandinu og Kristján Edelstein aðstoðaði við upptökur á laginu. Myndbandið má sjá hér að neðan:
https://www.youtube.com/watch?v=8QnnjWpuB3Q
UMMÆLI