Arnór Atlason skoraði þrjú mörk í tveggja marka sigri Álaborgar á Kolding í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær. Lokatölur 27-29 fyrir Álaborg.
Arnór og félagar urðu deildarmeistarar á dögunum og í Danmörku er leikið eftir því fyrirkomulagi að átta efstu liðum deildarinnar er skipt niður í tvo fjögurra liða riðla og mætast þau fjögur lið heima og að heiman. Næsti leikur Álaborgar í úrslitakeppninni er gegn GOG næstkomandi sunnudag.
Staðan í úrslitakeppninni
Álaborg 4 stig
GOG 2 stig
Skjern 1 stig
Kolding 0 stig
Sjá einnig
Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum
UMMÆLI