KA/Þór þarf í umspil eftir tap í Grafarvogi

KA/Þór á leið í umspil um sæti í efstu deild

KA/Þór tapaði fyrir Fjölni, 28-26, í lokaumferð 1.deildar kvenna í handbolta í Grafarvogi í dag en um var að ræða hreinan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og dugði KA/Þór jafntefli til að tryggja sér toppsætið. Tap þýðir hinsvegar að KA/Þór þarf að fara í umspil um sæti í efstu deild.

Heimakonur byrjuðu leikinn betur í dag og leiddu leikinn stærstan hluta fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi 15-11 fyrir Fjölni.

KA/Þór voru vel studdar og tókst með harðfylgi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan jöfn, 23-23 en heimakonur reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu tveggja marka sigur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó