Akureyringar fóru mikinn í þýska handboltanum

Arnór Þór átti frábæran leik

Fjölmargir leikir voru í þýsku B-deildinni í gærkvöldi og einn leikur í þýsku Bundesligunni sem þýddi að fjórir Akureyringar voru í eldlínunni.

Arnór Þór Gunnarsson átti frábæran leik þegar Bergischer vann sex marka sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Arnór var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr ellefu skotum í leik sem lauk með 32-26 sigri Bergischer. Arnór og félagar í harðri fallbaráttu og sitja í næstneðsta sæti deildarinnar en eru aðeins stigi frá öruggu sæti.

Frændurnir Sigtryggur Daði Rúnarsson og Árni Þór Sigtryggsson fóru mikinn í átta marka sigri Aue á Konstanz í þýsku B-deildinni. Sigtryggur Daði var markahæsti leikmaður vallarins með sjö mörk úr tíu skotum og Árni Þór skoraði fimm mörk úr ellefu skotum.

Oddur Gretarsson var sömuleiðis markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans, Emsdetten, beið lægri hlut fyrir Friesenheim. Oddur skoraði sex mörk úr tíu skotum í 29-25 tapi.

Sjá einnig

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó