Lögreglan í Stokkhólmi hefur staðfest að 3 séu látnir og að minnsta kosti 8 slasaðir eftir að vöruflutningabíll ók inn í mannþröng á Drottningargötu, stærstu verslunargötu Stokkhólms, fyrr í dag. Sjónarvottar segja bílinn hafa ekið inn í mannþröngina og inn í Åhlens verslunarmiðstöðina. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða.
Mikil ringulreið ríkir í borginni eftir árásina og er fólki ráðlagt að halda sig innandyra og fjarri miðbænum. Almenningssamgöngur liggja einnig að mestu leyti niðri. Fjöldamargir Íslendingar eru staddir í Stokkhólmi og hefur Sendiráð Íslands í Stokkhólmi hvatt þá til að láta aðstandendur vita af sér.
Margrét Ýr Prebensdóttir, 26 ára Akureyringur búsett í Stokkhólmi, er ein af þeim sem merkti sig örugga á Facebook í kjölfar atburðarins. Hún var rétt ókomin heim til sín þegar hún heyrði fréttir af því sem hafði gerst.
UMMÆLI