Framsókn

Þrjár úr KA í U16 landsliðinu í blaki

U16 landslið. Mynd:bli.is

Lokahópur hefur verið valinn í U16 ára landsliði stúlkna í blaki fyrir 2. umferð Evrópukeppninnar. Keppnin fer fram í Danmörku gegn Eistlandi, Belgíu og Danmörku.

Keppnin fer fram 14.-16. apríl nk. Daniel Capriotti, aðalþjálfari liðsins, valdi liðið ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Ástu Sigrúnu Gylfadóttur og Erlu Bjarný. Jóna Margrét Arnarsdóttir, Sóley Karlsdóttir og Andrea Þorvaldsdóttir úr KA eru í hópnum. Arney Kjartansdóttir úr Völsung er einnig í hópnum sem má sjá í heild sinni hér að neðan.

U16 ára lið stúlkna

Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Elísa Maren Ragnarsdóttir, Huginn
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Sóley Karlsdóttir, KA
Andrea Þorvaldsdóttir, KA
Arna Sólrún Heimisdóttir, Stjarnan
Arney Kjartansdóttir, Völsungur
Eyrún Arna Ingólfsdóttir, Þróttur Nes
Hekla Hrafnsdóttir, Þróttur Reykjavík
Katla Hrafnsdóttir, Þróttur Reykjavík

Liðið ferðast til Danmerkur 13. apríl næstkomandi og verður mótið haldið í Holte Hallen í úthverfi Kaupmannahafnar. Fararstjóri er Hrafnhildur Brynjólfsdóttir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó