Framsókn

AK Xtreme – Off venue tónleikar í fyrsta sinn

Hið árlega AK-Xtreme verður haldið á Akureyri um helgina með pompi og prakt. Hátíðin heldur áfram að stækka með ári hverju og núna verður boðið upp á svokallaða off venue tónleika, svipað og Airwaves hefur gert í Reykjavík. Markmiðið með tónleikunum er að reyna að höfða betur til fjölskyldufólks og unglinga sem að hentar betur að sækja tónleika snemma kvölds.

Tvennir tónleikar verða haldnir á morgun, föstudaginn 7.apríl, annars vegar í verslun 66 gráður Norður í miðbænum og á Backpackers, einnig í miðbænum.
KÁ-AKÁ mun koma fram kl. 17.00 í verslun 66 gráður norður og Emmsjé Gauti fylgir á eftir kl. 18.00.

Alvia Islandia stíga á svið kl. 18.45 á Backpackers og GKR tekur við kl. 19.30.

VG

UMMÆLI

Sambíó