Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland jafnar þar með sinn besta árangur á listanum frá upphafi.
Ísland er langefst af Norðurlöndunum á listanum sem fyrr, en Svíar koma næstir á eftir okkur í 34. sæti. Danir eru í 51. sæti listans og Norðmenn eru í 86. sæti. Brasilíumenn eru á toppnum á listanum.
UMMÆLI