NTC

KA burstaði Grindavík á Spáni

Elfar Árni Aðalsteinsson hlóð í þrennu Mynd: ka.is

KA-menn sleikja sólina á Spáni þessa dagana þar sem þeir eru í æfingaferð og búa sig undir átökin í Pepsi-deildinni sem hefst um næstu mánaðarmót. Sama má segja um Grindavík sem fylgdi KA upp úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og mættust liðin í æfingaleik í gær.

Skemmst er frá því að segja að KA vann stórsigur, 4-0, þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson hlóð í þrennu og Almarr Ormarsson skoraði eitt mark. Staðan var markalaus í leikhléi en KA-menn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik.

Nýjasti liðsmaður KA, danski sóknarmaðurinn Emil Lyng, var í byrjunarliði KA og spilaði 60 mínútur

Byrjunarlið KA: Srdjan Rajkovic; Hrannar Björn Steingrímsson, Guðmann Þórisson, Callum Williams, Darko Bulatovic; Almarr Ormarsson, Aleksandar Trninic; Hallgrímur Mar Steingrímsson, Emil Lyng, Ásgeir Sigurgeirsson; Elfar Árni Aðalsteinsson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó