Skuttogarinn Frosti ÞH-229 frá Grenivík átti heldur betur góðan marsmánuð þar sem áhöfnin landaði yfir þúsund tonnum. Þykir það afar sjaldgæft af bátum á stærð við Frosta.
Alls landaði áhöfnin 1030 tonnum í 16 löndunum í mars sem gerir um 64 tonn í löndun að meðaltali.
Á vef Aflafrétta segir að um Íslandsmet sé að ræða og jafnvel heimsmet en Frosti er 29 metra langur.
UMMÆLI