Vinna hafin við að setja upp risastóran stökkpall í Gilinu

Umferð takmörkuð við Laugagötu

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri um næstu helgi. Verður nóg um að vera, bæði í Gilinu og í Hlíðarfjalli.

Eimskips gámastökkið er orðinn einn stærsti viðburður AK Extreme en sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, annað árið í röð.

Vinna er hafin við að koma upp stökkpallinum fræga í Gilinu og vegna þess undirbúnings verður umferð við Laugagötu takmörkuð frá og með deginum í dag og fram yfir næstu helgi. Gilið sjálft verður svo lokað föstudagskvöld kl. 21-22.30 og laugardagskvöld kl. 21-23.

Verið er að koma upp risastórum stökkpalli við íþróttahúsið í Laugagötu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó