NTC

Þór/KA úr leik í Lengjubikarnum

Anna Rakel Pétursdóttir skoraði mark Þórs/KA Mynd: thorsport.is

Þór/KA féll úr keppni í undanúrslitum Lengjubikarsins í fótbolta í dag þegar liðið sótti Valskonur heim að Hlíðarenda.

Valskonur komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði. Anna Rakel Pétursdóttir jafnaði fyrir Þór/KA eftir klukkutíma leik en markamaskínan Elín Metta Jensen tryggði Val farseðil í úrslitaleikinn þegar hún skoraði sigurmark tíu mínútum fyrir leikslok.

Næst á dagskrá hjá Þór/KA er sjálf Pepsi-deildin en þær mæta einmitt Val í fyrstu umferð. Verður sá leikur á Þórsvelli þann 27.apríl næstkomandi.

Valur 2-1 Þór/KA
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (´44)
1-1 Anna Rakel Pétursdóttir (´60)
2-1 Elín Metta Jensen (´80)

Sambíó

UMMÆLI