Farðu úr bænum er nýr hlaðvarpsþáttur í umsjón Kötu Vignis. Kata spjallar við listamenn og fleira áhugavert fólk sem er staðsett á Akureyri.
Þegar eru komnir út tveir þættir. Gestir Kötu í fyrstu tveimur þáttunum voru þau Þórdís Björk og Króli sem vinna nú á Akureyri við uppsetningu á leiksýningunni Benedikt Búalfur.
Sjá einnig: Benedikt búálfur frumsýndur á laugardaginn
Farðu úr bænum koma út á þriðjudögum en í næstu viku mun Ingi Torfi mæta til Kötu.
Hlustaðu á fyrstu tvo þættina hér að neðan. Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar.
UMMÆLI