Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur á hverju ári upp stóra leiksýningu. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á uppsetningu á söngleiknum Anný fyrir frumsýningu á föstudagskvöld klukkan 20:00.
Hátt í 90 nemendurskólans koma að sýningunni að einhverju leyti. Leikstjórinn, Hera Fjord, er eini listræni stjórnandi sýningarinnar sem er ekki nemandi skólans.
Sjónvarpsstöðin N4 mætti á æfingu hjá leikfélaginu og spjallaði við aðstandendur sýningarinnar. Hægt er að sjá umfjöllu N4 með því að smella hér.
UMMÆLI