NTC

MA-ingar færðu SAk rúma milljón

Stjórn Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, afhenti í dag fulltrúum Sjúkrahússins á Akureyri eina milljón og fjörutíu þúsund krónur.

Um er að ræða peninga sem söfnuðust í góðgerðaviku skólans á dögunum og fjallað var um meðal annars hér á Kaffinu.

Opinbert markmið var að safna einni milljón króna til styrktar unglingahjálpar við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Náðist markmiðið og fjörutíu þúsund krónum betur.

Stjórn Hugins afhendir fulltrúum SAk söfnunarféð Mynd: Sverrir Páll Erlendsson

 

Sambíó

UMMÆLI