Í dag voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Birnir Vagn Finnsson kjörin íþróttafólk Ungmennafélags Akureyrar.
Hafdís Sigurðardóttir er í fararbroddi íslenskra langstökkvara og varð Íslandsmeistari kvenna bæði innan- og utanhúss á síðasta ári.
Hún sigraði jafnframt í langstökki á Reykjavík International Games.
Birnir Vagn Finnsson vann alls sjö Íslandsmeistaratitla í sínum aldursflokki á síðasta ári; þrjá innanhúss og fjóra útanhúss. Þar reis hvað hæst Íslandsmeistaratitill hans í tugþraut.
Hann vann einnig til silfurverðlauna í karlaflokki í langstökki. Hann setti auk þess Íslandsmet/aldursflokkamet í 60 metra hlaupi og komst í úrvalshóp FRÍ í tíu greinum auk þess sem hann náði lágmarki inn á Norðurlandamót unglinga í tugþraut. Þau eru bæði frábærar fyrirmyndir fyrir aðra iðkendur innan félagsins og félagið óskar þeim alls hins besta.
Sigurlaug Anna Sveinsdóttir og Róbert Mackay fengu hvatningarverðlaun þjálfara auk Önnu Sofiu Rappich sem fékk hvatningarverðlaun í flokki öldunga.
UMMÆLI