NTC

Helga Hermannsdóttir Íslandsmeistari í kjötiðn

Mynd: vma.is

Helga Hermannsdóttir, nemi í kjötiðn, varð um þar síðustu helgi Íslandsmeistari í sínu fagi á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Frá þessu er greint á heimasíðu VMA.

Helga mun útskrifast í vor sem kjötiðnaðarmaður frá VMA en á þessari önn tekur hún seinni hluta námsins á matvælabraut Menntaskólans í Kópavogi.

Helga starfar hjá kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska og þar er lærifaðir hennar og meistari Stefán Einar Jónsson, verkstjóri ferskvinnslu í fyrirtækinu.

Sambíó

UMMÆLI