NTC

Að duga eða drepast fyrir blaklið KA

KA-menn þurfa sigur

KA-menn þurfa á sigri að halda í kvöld þegar deildarmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn í KA-heimilið í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Stjarnan vann fyrsta leik liðanna 3-1 en hann fór fram í Garðabæ síðastliðinn laugardag. Heimamenn unnu fyrstu hrinu 25-21 en KA kom til baka í annari hrinu og vann hana af miklu öryggi, 15-25.

Stjarnan reyndist svo sterkari í þriðju hrinu sem vannst með 25 stigum gegn 21. Fjórða hrinan fór á sömu leið, 25-22 og sigur Stjörnunnar staðreynd.

Mason Casner var stigahæstur í liði KA með 13 stig en Michael Pelletier fór mikinn í liði Stjörnunnar og gerði 18 stig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó