KA/Þór nálgast sæti í úrvalsdeild

Aldís Ásta átti góðan leik. Mynd: Þórir Tryggvason

KA/Þór gerði góða ferð suður yfir heiðar í dag og vann öruggan sigur á ÍR í toppslag 1.deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 25-31 fyrir KA/Þór og tróna þær nú einar á toppi deildarinnar.

Stelpurnar mættu virkilega ákveðnar til leiks og leiddu leikinn stærstan hluta. Þær leiddu með fjórum mörkum í leikhléi og unnu svo að lokum sex marka sigur.

Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þór eins og stundum áður en hún setti tíu mörk.

Markaskorarar KA/Þ​ór: Martha Her­manns­dótt­ir 10, Kol­brún Gígja Ein­ars­dótt­ir 5, Auður Brynja Sölva­dótt­ir 4, Stein­unn Guðjóns­dótt­ir 4, Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir 4, Ólöf Marín Hlyns­dótt­ir 1, Þóra Björk Stef­áns­dótt­ir 1

Markaskorarar ÍR: Kar­en Ósk Kol­beins­dótt­ir 10, Silja Ísberg 7, Sigrún Ása Ásgríms­dótt­ir 3, Sól­veig Lára Kristjáns­dótt­ir 2, Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir 1, Jó­hanna Björk Vikt­ors­dótt­ir 1.

UMMÆLI

Sambíó