Fall úr Olís-deild karla blasir við Akureyri Handboltafélagi eftir tap gegn Fram í KA-heimilinu í dag.
Akureyri leiddi leikinn framan af en í síðari hálfleik tóku Framarar frumkvæðið. Lokamínúturnar voru spennandi en gestirnir höfðu að lokum tveggja eins marks sigur, 26-27.
Úrslitin þýða að Akureyri er þrem stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Akureyri á tvo útileiki eftir, gegn toppliði ÍBV og Stjörnunni en Garðbæingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar, tveim stigum á undan Akureyri. Stjarnan heimsækir Gróttu á meðan Akureyringar heimsækja Vestmannaeyjar í næstu umferð.
Markaskorarar Akureyrar: Andri Snær Stefánsson 10, Mindaugas Dumcius 7, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Friðrik Svavarsson 2, Bergvin Þór Gíslason 2, Sigþór Árni Heimisson 1, Kristján Orri Jóhannsson 1.
Tomas Olason varði fimmtán skot í marki Akureyrar.
Markaskorarar Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson 9, Þorgeir Bjarki Davíðsson 6, Andri Þór Helgason 5, Bjartur Guðmundsson 3, Þorsteinn Hjálmarsson 2, Davíð Reynisson 1, Matthías Daðason 1.
Viktor Hallgrímsson varði fjórtán skot í marki Fram.
UMMÆLI