NTC

Þór-Breiðablik frestað – Dómarar og leikmenn komust ekki norður

Mynd: Páll Jóhannesson

Deildarmeistarar Þórs þurfa að bíða til morguns eftir Blikum. Mynd: Páll Jóhannesson

Leik Þórs og Breiðablik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta sem átti að vera í dag, laugardag, hefur verið frestað fram á sunnudag og stefnt er að spila leikinn klukkan 16:30 að því er segir á heimasíðu Þórs.

Um er að ræða fyrsta leik liðanna í úrslitum um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Ástæða frestunarinnar er sú að dómarar og leikmenn Breiðabliks komust ekki til Akureyrar því ekkert hefur verið flogið á milli Reykjavíkur og Akureyrar í dag.

Þess ber að geta að minnst þrír aðrir íþróttakappleikir fara fram á Akureyri í dag þar sem knattspyrnuliðum Keflavíkur og Vals og handboltaliði Fram tókst öllum að komast á leikstað í tæka tíð.

Sambíó

UMMÆLI