NTC

Fjórir stórleikir á Akureyri í dag

Mynd af heimasíðu KA

Tveir kappleikir á KA-svæðinu í dag. Mynd af heimasíðu KA

Það er vægast sagt nóg um að vera í íþróttalífinu á Akureyri í dag en mörg af íþróttaliðum bæjarins eru að spila afar mikilvæga leiki.

Fótbolti

Bæði karlalið bæjarins eiga heimaleik í Lengjubikarnum. KA mætir Keflavík og verður leikið á gervigrasi þeirra KA-manna. KA nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Þórsarar fá Val í heimsókn í Bogann og geta stigið stórt skref í átt að 8-liða úrslitunum með sigri en þetta er næstsíðasti leikur Þórs í riðlinum.

14:00 KA-Keflavík (KA-völlur) – Smelltu hér til að sjá stöðuna í riðlinum

17:30 Þór-Valur (Boginn) – Smelltu hér til að sjá stöðuna í riðlinum

Handbolti

Akureyri Handboltafélag mætir Fram í algjörum fallbaráttuslag í Olís-deild karla og þurfa Akureyringar nauðsynlega á sigri að halda til að eygja möguleika á að halda sæti sínu meðal þeirra bestu. Athygli er vakin á að frítt er á leikinn.

Stelpurnar í KA/Þór halda suður yfir heiðar og mæta ÍR í toppslag í 1.deild kvenna en bæði lið eiga möguleika á sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

14:00 ÍR-KA/Þór (Austurbergi) – Smelltu hér til að sjá stöðuna í deildinni

16:00 Akureyri-Fram (KA-heimilið) – Smelltu hér til að sjá stöðuna í deildinni

Körfubolti

Mynd: Páll Jóhannesson

Deildarmeistarar Þórs. Mynd: Páll Jóhannesson

Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi 1.deildar kvenna í körfubolta fer fram í dag þegar Þórskonur fá Breiðablik í heimsókn í íþróttahúsið við Síðuskóla. Þór er ríkjandi deildarmeistari en þrjá sigra þarf til að vinna úrslitaeinvígið og tryggja þar með sæti í úrvalsdeild á næsta ári.

16:30 Þór-Breiðablik (Síðuskóli)

Íshokkí

Strákarnir í íshokkíliði Skautafélags Akureyrar eru með bakið upp við vegg í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en þeim dugir ekkert annað en sigur þegar þeir heimsækja Esju í Skautahöllina í Laugardal í dag.

17:00 Esja-SA (Skautahöllin í Laugardal)

Blak

Úrslitakeppnin í blakinu hefst í dag og verða KA-menn í heimsókn hjá deildarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í lokaúrslitum.

14:00 Stjarnan-KA (Ásgarður)

KA á verðugt verkefni fyrir höndum í Garðabæ í dag.

Kraftlyftingar

Í kvöld fer fram Akureyrarmót í kraftlyftingum þar sem margt af sterkasta fólki bæjarins mun reyna sig. Mótið fer fram í höfuðstöðvum Kraftlyftingafélags Akureyrar í Sunnuhlíð.

18:00 Akureyrarmót í kraftlyftingum (Sunnuhlíð)

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó