Geir Guðmundsson var hetja Cesson-Rennes þegar liðið vann dramatískan sigur á Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-25 fyrir Geir og félaga.
Geir skoraði tvö mörk úr sex skotum en síðara mark Geirs reyndist síðasta mark leiksins enda skorað á lokasekúndunum og reyndist það sigurmark Cesson-Rennes.
Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Cesson-Rennes sem er að berjast í neðri hlutanum líkt og Saran en Geir og félögum hefur gengið illa að vinna handboltaleiki eftir að hinn Akureyringurinn í liðinu, Guðmundur Hólmar Helgason, meiddist en hann mun ekki leika meira á þessari leiktíð.
UMMÆLI