Úrslitaeinvígi Esju og Skautafélags Akureyrar í íshokkí hófst í gærkvöldi þegar SA heimsótti Esjumenn í Skautahöll Reykjavíkur. SA tryggði sér annað sæti deildarinnar á lokasprettinum en Esja vann deildarmeistaratitilinn af miklu öryggi.
Heimamenn hófu leikinn mun betur og voru 3-0 yfir að loknum öðrum leikhluta. SA gafst ekki upp og lék frábærlega í þriðja leikhluta. Jussi Sipponen og Jóhann Már Leifsson náðu að jafna leikinn í 3-3 og því þurfti að framlengja.
Þar reyndust heimamenn sterkari og Björn Róbert Sigurðsson skoraði gullmark á þriðju mínútu framlengingarinnar.
Esja þar með komið yfir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum. Næsti leikur liðanna verður í Skautahöll Akureyrar á morgun, fimmtudag klukkan 19.
Markaskorarar SA: Jussi Sipponen 2, Jóhann Már Leifsson 1.
UMMÆLI