Fram kemur á vef Landlæknis að 9.mánaða íslenskt barn hafi greinst með mislinga eftir dvöl í Tælandi með fjölskyldu sinni. Barnið kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars sl. með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs en þurfti ekki að leggjast inn á Barnaspítalann vegna veikinda sinna.
Í fréttinni kemur fram að Landspítali og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins munu hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni og bjóða þeim nauðsynlega þjónustu og ráðleggingar. Barnið sem um ræðir er ekki í dagvistun.
Allt að 95% barna hér á landi eru bólusett gegn mislingum ásamt rauðum hundum og hettusótt, sem er eitt hæsta hlutfall bólusettra barna í Evrópu. Því er ekki búist við að mislingar geti náð mikilli útbreiðslu og valdið stórum faröldrum hér á landi.
UMMÆLI