NTC

Hafdís Helgadóttir sýnir í Deiglunni

Hafdís Helgadóttir sýnir í Deiglunni

Hafdís Helgadóttir, gestalistamaður Gilfélagsins í febrúar 2021 sýnir afrakstur dvalar sinnar með sýningunni LITVÖRP í Deiglunni á Akureyri. Til sýnis verða ný verk; málverk, bókverkasíður og fjölfeldi.

Hafdís er fædd á Patreksfirði en býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist af málaradeild í Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og er með meistaragráðu frá The Academy of Fine Art (dept. of Time and Space) í Helsinki frá 1996. Hún hefur unnið í ýmsa miðla, myndband, teikningu, ljósmyndun, innsetningar og málverk og hefur sýnt verk sín á Íslandi, þ.á.m. í Listasafni Íslands, Nýlistasafninu, Norræna Húsinu, Listasafni Árnesinga og Landsbókasafni Íslands og erlendis, í Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Þýskalandi og Marókkó. Hún hefur unnið og dvalið á gestavinnustofum í Marókkó, Álandseyjum, Gautaborg og Berlín.

„Megináherslan í minni vinnu síðastliðin ár eru litir. Rannsóknir sem leiða smám saman að málverki, um samspil lita í náttúrunni eins og þeir birtast á ákveðnum tíma dags, í mismunandi árstíðum og veðri. Ég dvaldi í listabúsetu í Marokkó fyrir nokkrum árum og lærði þar um rúmfræðileg mynstur að íslamskri hefð sem veitti mér innblástur og leiddi til geometrískrar myndbyggingar í mínum málverkum, sem grunnur að megináherslunni; samspili lita,“ segir Hafdís

VG

UMMÆLI

Sambíó