NTC

Nemendur VMA sópuðu til sín verðlaunum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Sigurvegarar í keppni sjúkraliða.
Mynd og frétt: VMA.is

VMA-nemendur stóðu sig með miklum ágætum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem var haldið um liðna helgi í Reykjavík. Í tengslum við Íslandsmótið var að þessu sinni efnt til kynningar á starfsemi framhaldsskólanna í Laugardalshöllinni og var VMA þar með kynningarbás.

Óhætt er að segja að það hafi verið líf og fjör í Laugardalshöllinni þá þrjá daga sem framhaldsskólakynningin og Íslandsmót iðn- og verkgreina stóð (16.-18. mars). Grunnskólanemar fjölmenntu í Höllina og fjölmargir aðrir. Á einum stað gafst gott tækifæri til þess að sjá og kynnast því fjölbreytta námsframboði sem framhaldsskólar landsins bjóða. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari var á staðnum og tók fullt af skemmtilegum myndum sem hér má sjá.

Í Íslandsmóti iðn- og verkgreina voru VMA-nemar í einu af þremur efstu sætunum í eftirfarandi greinum:

Bilanagreining kælikerfa: Friðrik Karlsson í 2. sæti og Bernhard Anton Jónsson í 3. sæti.
Hönnun vökvakerfa: Friðrik Karlsson í 1. sæti og Bernhard Anton Jónsson í 2. sæti.
Kjötiðn: Helga Hermannsdóttir (Norðlenska) í 1. sæti og Rakel Þorgilsdóttir (Kjarnafæði) í 3. sæti.
Málmsuða: Vignir Logi Ármannsson í 3. sæti.
Rafeindavirkjun – liðakeppni: VMA í 1. sæti – Bjarki Guðjónsson, Gabríel Snær Jóhannesson og Jóhannes Stefánsson.
Rafvirkjun: Sófus Ólafsson í 3. sæti.
Sjúkraliðar: Amelía Ósk Hjálmarsdóttir og Bergrós Vala Marteinsdóttir í 1. sæti.
Trésmíði: Steinar Freyar Hafsteinsson í 2. sæti.

Hér má sjá heildarúrslitin í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2017.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó