Vilja opna nýju stólalyftuna fyr­ir lok vetr­ar­frís­ins

Vilja opna nýju stólalyftuna fyr­ir lok vetr­ar­frís­ins

Von­ir standa til að ný stóla­lyfta á skíðasvæði Hlíðarfjalls verði tek­in í notk­un í næstu eða þar næstu viku. Þetta er haft eftir Höllu Björk Reyn­is­dótt­ur, for­manns stjórn­ar Hlíðarfjalls í Morgunblaðinu í dag.

„Ég geri ráð fyr­ir að lyft­an verði til­bú­in í vik­unni, en það er ekki kom­in nein ákveðin dag­setn­ing á af­hend­ing­una,“ seg­ir Halla Björk í Morg­un­blaðinu í dag. „En þar sem það er vetr­ar­frí núna mynd­um við gjarn­an vilja opna lyft­una áður en því lýk­ur.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó