NTC

Stal tæpum 700 þúsund krónum af fötluðum skjólstæðingi sínum

Göngugatan á Akureyri

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á föstudaginn karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt.

Maðurinn, sem viðurkenndi sakargiftir fyrir dómi, sinnti réttindagæslu fyrir mjög fatlaðan mann en samkvæmt ákærunni dró hann sér 681 þúsund krónur af reikningi hans.

Í dómi héraðsdóms er maðurinn sagður hafa brotið alvarlega gagnvart fötluðum einstaklingi með broti sínu.

Maðurinn hefur endurgreitt fjárhæðina að fullu ásamt vöxtum og kostnaði en það gerði hann áður en ákæra var gefin út í málinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó