NTC

Tinna Óðinsdóttir bikarmeistari í 11. sinn

Sigursæl

Norðlenska fimleikakonan Tinna Óðinsdóttir varð í gær bikarmeistari með liði sínu Björk frá Hafnarfirði í 11. sinn. Tinna, sem hóf feril sinn á Akureyri er nú sig­ur­sæl­asti kepp­andi bikarmóts­ins. Fyrir titilinn í gær hafði hún unnið titilinn 10 ár í röð með Gerplu.

Fyr­ir ári síðan skipti Tinna hins veg­ar yfir til Bjark­ar í Hafnarfirði en þær höfðu ekki orðið bikar­meist­ari síðan árið 1999.

Tinna sem búsett er í Árósum er ein af ís­lensku landsliðskon­un­um sem urðu Norðurlanda­meist­ar­ar í fyrra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó