Norðlenska fimleikakonan Tinna Óðinsdóttir varð í gær bikarmeistari með liði sínu Björk frá Hafnarfirði í 11. sinn. Tinna, sem hóf feril sinn á Akureyri er nú sigursælasti keppandi bikarmótsins. Fyrir titilinn í gær hafði hún unnið titilinn 10 ár í röð með Gerplu.
Fyrir ári síðan skipti Tinna hins vegar yfir til Bjarkar í Hafnarfirði en þær höfðu ekki orðið bikarmeistari síðan árið 1999.
Tinna sem búsett er í Árósum er ein af íslensku landsliðskonunum sem urðu Norðurlandameistarar í fyrra.
UMMÆLI