Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í Boganum í dag. Óhætt er að segja að Akureyrarliðin Þór og KA hafi átt misjöfnu gengi að fagna. Í fyrri leik dagsins sigraði KA Hauka með einu marki gegn engu. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið undir lok leiks.
Í seinni leik leik dagsins mættust Þór og ÍA og þar var öllu meira fjör. Fimm mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í 3-2 sigri Skagamanna. Mörk Skagamanna skoruðu Stefán Þórðarson, Albert Hafsteinsson og Steinar Þorsteinsson.
Gunnar Örvar Stefánsson og Jón Björgvin Kristjánsson skoruðu mörk heimamanna.
UMMÆLI