beint flug til Færeyja

Katla Björg í 34. sæti  í stórsvigi

Katla Björg í 34. sæti í stórsvigi

Skíðakonan Katla Björg Dagbjartsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar stóð sig best Íslendinga í stórsvigi kvenna á HM í alpagreinum í gær. Katla endaði í 34. sæti.

Á vef Skíðasambands Íslands segir að Katla Björg hafi átt virkilega flotta ferð í fyrri umferðinni og farið úr rásnúmeri 75 í 41. sæti.

Í seinni ferðinni átti Katla Björg aftur flotta ferð og endaði að lokum í 34.sæti og fékk 95.13 sem er mikil bæting á heimslistanum en þar er hún með 142.96 FIS stig.

Stórsvig kvenna
34.sæti – Katla Björg Dagbjartsdóttir
35.sæti – Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir lauk ekki seinni ferð.
Hjördís Birna Ingvadóttir var dæmd úr leik í fyrri ferð.

Heildarúrslit frá stórsviginu má sjá hér.

Sambíó

UMMÆLI