KA og Valur mættust í Olísdeild karla í handbolta í gær. Valsmenn höfðu forskotið nánast allan leikinn en eftir ævintýralegar lokamínútur náður KA menn að jafna leikinn í blálokin. Leikurinn endaði að lokum 27-27.
Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum leiddu Valsmenn með fimm mörkum og þegar um tvær og hálf mínúta var eftir leiddu þeir með fjórum mörkum. KA menn skoruðu hinsvegar síðustu fjögur mörk leiksins og nældu sér í ótrúlegt stig.
KA er eftir leikinn í áttunda sæti Olís deildarinnar með 10 stig en liðið hefur fengið 6 stig úr síðustu fjórum leikjum.
UMMÆLI